26 desember, 2010

Alheimskort frá Tagzania


Tagzania: Items by olithai

Nokkuð gott landakort sem hægt er að setja inn staði
sem maður hefur komið á.Hægt er að Zooma til og frá
með músini og hreifa á þá staði sem maður vill skoða.
Uppfært 26.12.2010

23 desember, 2010

Gleðileg jól


Við óskum öllum gleðilegra Jóla 2010
og farsælt komandi ár kæru vinir nær og fjær

22 október, 2010

19 janúar, 2010

Jan 2010


Þessar myndir eru stolnar af ónefndri

bloggsíðu en eru jafngóðar fyrir því
Þetta eru nú einu sinni fjölskyldumyndir ÓG

Er þetta ekki krúttlegt

Ég hef verið að leita af þessari mynd til birta hér,

því að hún er svo krúttleg


15 janúar, 2010

Fjöskyldan stækkar







Um áramótin eignaðist Jenifer 9 hvolpa

fljótlega dóu 3 og 1 svolítið seinna
En þessir 5 eru nokkuð sprækir.

02 ágúst, 2009

Frúin er alveg miður sín



Það sem ég helt að aldrei mundi gerast
( skeði auðvita)
Fyrir nokkrum vikum eldsnemma að morgni
búinn að hella uppá kaffi og var að fara
út að svalahurðini til að reykja úti á svölum
þá verð ég var mús út á svölunum
Ég héllt í fyrstu að ég hefði vaknað heldur
snemma í þetta sinn. þetta var að gerast
þarna uppá 4 hæð í fjölbýlishúsi
hafið þið vitað annað eins, ekki ég
þetta var frekar lítil mús fullfær um að fara
lárétt og lóðrétt.Músin hljóp með veggjum
þarna á svölunum og uppá litið borð sem er
þarna og stóð ca.50cm frá vegg ekkert mál
fyrir hana.Þarna staldraði hún við og mér
tókst að mynda hana
Síðan fór hún sömu leið niður af borðinu
og síðan eitthvað niður með rennuni
Síðan var það í gær að ég sit við tölvuna á
borðstofuborðinu,niðursokkinn, en lít aðeins
upp sé þá samskonar mús skjótast
undir nýja IKEA sofan.Ég fór gjörsamlega
í flækju og hugsaði
hvað er að gerast hér í Kópavogi enda ný
fluttur hingað í splunku nýja íbúð.
þegar ég var búinn að ná áttum og hugsa
hvað ég ætti að gera í stöðuni , kíkti ég undir
sofan en sá ekkert þar þá f'ór ég að
tölvuni og sló inn meindýraeyðir þá kom
upp sá sem annast það fyrir Kópavog, ég hringdi
í hann en sá var uppí sveit en benti á annan sem
ég hafði samband við, sá var upptekinn
við skildustörf eða að skjóta máf.
Hann taldi músina vera húsamús
og sennilega væir hún inni í sófanum,
en hann gæti komið á morgun.
Í þessu kom frúinn heim úr vinnuni og sagði
henni hvað væri á seiði Við veltum við sófanum
en hann reyndist vera lokaður að neðan
nema annar endinn sem er lazyboy og þar var músin.
Frúin var komin með moppuna í aðra hendina
og með hinni fór hún inní sófann þá stökk
músin fram á gólf og frúin á eftir og tókst að skella
moppuni á skotið á músini og hélt henni þar bað mig
síðan um innkaupapoka sem hún
setti yfir músina tók síðan upp og batt hnút á pokan.
Svo sagði hún hvað á ég að gera við hana,
ég sagði sláðu henni bara við hurðarkarminn
sem hún gerði 4 sinnum.
Þetta hefði ég aldrei átt að segja henni að gera því
hún sér svo eftir að hafa drepið músina að hún
var alvegí rusli yfir þessu.
Ps.
Þetta mynnir dálítið á aðra sögu sem gerðist í Thailand
og þá var það sporðdeki gegn frúni og er hér fest í rit
inni í þessu bulli mínu.
Atlagan að sporðdrekanum er hér http://olithai.blogspot.com/2006_08_01_archive.html






18 janúar, 2009

Botany Beach Resort

Rétt sunnan við Ambassador City og alveg

við hliðina á Ocean Marina Yacht Club er þessi
staður sem við vorum beðin að líta á fyrir
systir Noo sem hefur áhuga á þessum stað
seinna í sumar. Glæsilegur staður.





16 janúar, 2009

Rækjur í matinn


Eftir mjög misheppnaða veiðiferð á ströndina
á Jomtien Pattaya var ákveðið að kaupa afla.
Niðurstaðan var að kaupa 1kg af rækjum sem
kostuðu 260bath ca.1000 kall.

Búið var að plana veiðiferðina og átti að vakna
semma nærsta morgun eða um kl.5 en þá var
sagt að mestar líkur væri á að fá eitthvað.
Það klikkaði alveg að vakna en farið af stað um
7 leitið.Aflinn var nokku rýr eða eitt síli.
Það verður bara að hafa gaman að þessu,
en veiðiferðirnar haf ekki verið fleirri.


28 desember, 2008

Kvedjur

Þar sem við erum i litllu sambandi um þessar mundir

viljum koma til skilaokkar bestu jóla og nýárs kveðjum 
til allra a Islandi og víðar um heim og takk fyrir
það liðna. OLI, NOO og NIKK

15 desember, 2008

Komin heim á ný

Eftir rúmlega 11 mánaða dvöl á Íslandi erum við komin heim í sveitina hér í
Wangsaphung. Ferðin gekk bara vel og lentum við á Bangkokflugvelli
kl 06.50 þann 7.des. Síðan flugum við til Udon-Thani frá gamla
flugvellinum í Bangkok. Allt var komið í besta lag á flugvöllunum ,alveg eins
og aldrei hafi verið nokkur mótmæli þar og allt lokað í nokkra daga.



Sumir hafa stækkað um of
More Photo

23 október, 2008

Það fjölgar í Álftamýrini


Gunnar og Deng eignuðust litla telpu núna í október eða þann 9.okt
Við óskum þeim innilega til hamingju.
Fæðingardagurinn er náttúrulega alveg frábær en þá fæddust John heitinn Lennon
og Stórsmiðurinn Guðmundur Sigfússon úr Heiðargerðinu sem en er að byggja hús
orðinn 83 ára gamall.

More photo

27 maí, 2008

17 janúar, 2008

Noo með börnin


þegar þetta er skrifað er mín ekta frú stödd á Íslandi í bullandi
vinnu eins og henni er einni lagið.Ég aftur á móti hef verið hér í
Thailand og haft nóg að gera meðal annars við að aðstoða Ísleninga
hér með alskonar tölvuvandamál.Nú er svo komið að ég er á leiðini
heim á klakan. Mér eiginlega kom það á óvart að ég þyrfti að halda
heim á þessum tíma.Okkur er nefnilega sagt að flugmiðar
fyrir starfsfólk verða teknir af frá og með 1.feb,
sennilega vegna þess að forstjórinn
var að kaupa sér nýja einkaþotu og vantaði smá pening.
Og sem héllt að að starfsfólk keypti aðeins óseld sæti
í vélunum.