30 ágúst, 2006

Taka 2 með tónlist



Nokkuð lengri úgáfa og með tónlist
Kim Larsen, Midt om natten

10 ágúst, 2006

Önnur heimsókn Sporðdreka

Núna í morgun sárið eða um kl.06 ný vöknuð
byrjuðu hundarnir að gellta alveg ógurlega
okkur var litið út voru þeir þá að elltast
við sporðdreka sem hafð álpast inn á
þeirra yfirráðasvæði.það fór þó eins fyrir
þessum sporðdreka og þeim fyrri
nema áhaldið var moppa.




02 ágúst, 2006

Sporðdreki og Snákur

Eitthvað þessu líkt litu þessi kvikindi út
sem fjallað er um í greinini hér fyrir neðan.



Skorpion and Snake

Fyrir ca.tveim mánuðum fór ég út á veröndina hjá okkur
hér í Thai mér er litið niður og sé þá sporðdreka á vappi á
stéttini upp við húsið Ég var einn heima og mig mynnti að
ég hefði ekkert lært um þetta í Iðnskólanum á sínum tíma
kannske eitthvað í Réttó en það er löngu gleymt.Ég hafði
heitt vatn við höndina því að alltaf er maður að fá sér kaffi
hellti ég yfir kauða sjóðandi heitu vatninu hann stoppaði
aðeins á vappinu en hélt síðan áfram en breitti um stefnu
inn í garðinn,í því kom frúin og sonurinn
og sáu að eitthvað var að, vittlaus maður á veröndini hellandi
vatni út um allt.Þaug fengu sér áhald í hönd sem er eins og
haki og skófla í sama verkfærinu en mynnir mig á exi sem
pabbi átti en þetta er nokkuð stærra. þaug gengu hreint til
verks eitt högg og hann leit út eins og útflött pizza á eftir.

Síðan var það í gær og aftur átti ég leið út á veröndina ,
þegar ég kem út koma tvíburarnir(rottweiler) skokkandi
til mín en breyta skyndilega um stefnu og þjóta og ég segi
þjóta því þarna sá ég hvað þeir geta verið snöggir þegar
einhver hætta er á ferðum og þeir eiga að passa
uppá sína Mér er litið við og sé þá snák sem er 1.50 m á lengd
og 3.5 cm í þvermál þar sem hann var sverastur.
Hann var á sömu slóðum og sporðdrekinn forðum fyir neðan
veröndina og við girðinguna. Hundarnir óðu beynt í snákinn
og leikurinn barst út í horn á garðinum þar er planta sem
er orðin nokkuð um sig og trúlega hefur snákurinn
komist undan yfir girðinguna. Hundarnir aftur á móti
hnusuðu í garðinum nærsta klukku tíman því það var eingu
líkara en snákurinn hefði horfið ofan í jörðina.
Hvað á nú að gera til að losna við að fá svona heimsóknir?
Jú hún er yfirleitt aldrei ráðalaus Frúin mín litla
það er til ráð og hún kom við á markaðinum á heimleiðini
og keypti tvo poka af LIME síðan vorum við að skera læmið
í tvennt og kreysta úr því safann því að það átti
að nota hann í eitthvað annað sem ég veit ekki ennþá
hvað verður, það verður fróðlegt Síðan var það sem eftir
var tekið og dreift í garðin umhverfis húsið og fyrir utan
girðingu.þetta er gamallt ráð til að fæla
burtu snáka því að þeir þola ekki likt af LIME
sagan segir að fólk sem vinnur í skóginum eða á akrinum
hafi LIME í vasanum til að vera óhult, það er eins og að vera
með golfkúlu í vasanum alla daga.